Dagskrá grillveislunnar – kvöldvökunnar

júní 29, 2009

Á laugardagskvöldinu verður hin margrómaða grillveisla og kvöldvaka – sem er í augum margra hápunktur hátíðarinnar. Kveikt verður upp í grillinu kl 19:00 og er dagskrá kvöldvökunnar á þessa leið:

*Byggð + Feðgabandið koma veislugestum í góðaskapið með söng og spili.

*Línudanssýning, þar sem Perlurnar sýna kántrýtakta af sinni einskæru snilld.

*Krýning Vestfjarðarvíkings.

*Verðlaunaafhending í golfmóti Klofnings sem haldið var fyrr um daginn á Meðaldalsvelli.

*Ingó og Veðurguðirnir fylgja síðan hátíðargestum inn í nóttina og hita upp fyrir dansleik í Félagsheimilinu á Þingeyri.

P.S. Ert þú ekki örugglega búin(n) að finna þér bláar skreytingar í garðinn??? 🙂


Smávægilegar breytingar

júní 29, 2009

Smávægilegar breytingar hafa orðið á dagskránni okkar. Fótboltaleikurinn sem var auglýstur kl: 17:00 verður kl. 18:00. Hvetjum alla til að fjölmenna á hann og styðja okkar lið!

Þá má einnig geta þess að Sparisjóðurinn verður opinn milli kl 13-14 bæði laugardag og sunnudag. Frábær þjónusta þar á ferð!


Styttist óðum!

júní 22, 2009

Já, það styttist svo sannarlega í hátíðina okkar góðu! Dagskráin hefur tekið á sig nokkuð skíra mynd og er nú orðin að mestu frágengin. Hana má sjá undir flipanum „Dagskrá Dýrafjarðardaga 2009“ hér að ofan.

Það má með sanni segja að hátíðin í ár stefni í að verða fjölmennustu Dýrafjarðardagarnir til þessa. Hvarvetna heyrum við af fólki sem er ákveðið í að leggja leið sína vestur þessa helgi og eiga góðar stundir hér í firðinum.

Við viljum benda áhugasömum sjálfboðaliðum á að setja sig í samband við nefndina ef þeir eiga lausan tíma þessa helgi og vilja leggja okkur lið. Hægt er að hafa samband við Daðeyju Arnborgu s: 867-1699, Ernu s: 663-9833 eða Guðrúnu Snæbjörgu s: 866-4269.

Í sömu númerum er hægt að skrá sölubása eða súpugarða 🙂 Einnig má senda póst á dyrafjardardagar@hotmail.com

Hlökkum til að sjá ykkur!
Kv. Daðey, Guðrún, Erna, Kata, Snædís, Óli, Hólmgeir og Nanna.


Dagskráin 2009- fyrstu drög

júní 11, 2009

Fyrstu drög að dagskránni okkar eru að finna undir „flipanum“ hér að ofan – Dagskrá 2009.

Hægt er að lesa nánar um hvern dagskrárlið hér til hliðar – undir flipanum Viðburðir.

Viljir þú koma skemmtilegum viðburðum á framfæri hafðu þá endilega samband við nefndina (dyrafjardardagar@hotmail.com).


Súpa í garði

júní 11, 2009

Við viljum hvetja sem flesta til að taka þátt í „Súpu í garði“ á Dýrafjarðardögum 2009! Það myndaðist frábær stemmning í öllum ‘“súpugörðunum“ í fyrra og um að gera að halda uppi þessari skemmtilegu nýbreytni 🙂

Hér til hliðar má sjá nánar um viðburðinn „Súpa í garði“ og þar er einnig að finna nokkrar vel valdar uppskriftir fyrir þá sem vilja vera með 🙂


Blár litur einkennandi í ár

júní 10, 2009

Dýrafjarðardaganefnd vill skora á þorpsbúa að skreyta garða sína með einhverju bláu um Dýrafjarðadaga, t.d. með blöðrum, borðum, pokum og fleiru. Blái liturinn verður tákn um allt það skemmtilega sem einkennir hátíðina og Dýrfirðinga.

Nefndin vill einnig minna á að kassabílarallið verður á sínum stað og þeir sem vilja vera með eru hvattir til að fara dusta rykið af bílunum sínum eða jafnvel setja saman nýja.

Núna eru rúmar 3 vikur í hátíðina og vert að minnast á glæsilega dagskrá sem framundan er.

Hátíðin verður sett í Reiðhöllinni þar sem karlakórinn Ernir mun syngja og hörputónleikar verða í kirkjunni. Íþróttafélagið Höfrungur stendur fyrir sýningu á leikritinu Dragedukken, og leik- og listasýningin „Einstök sýning“ fer fram í Haukadal. Grillveislan góða á víkingasvæðinu verður á sínum stað þar sem Ingó og Veðurguðirnir munu skemmta, en þeir munu einnig halda uppi fjörinu á dansleik síðar um kvöldið.

Auk þess verður „Súpa í garði“, listasýningar, sundlaugardiskó, strandblaksmót, hoppikastalar, sölubásar, andlitsmálning, víkingar, hestaferðir, bátsferðir og margt fleira skemmtilegt!

Þeir sem vilja leggja hönd á plóg við að gera Dýrafjarðardaga sem glæsilegasta eru hvattir til þess að setja sig í samband við Ernu í síma: 663 9833 e-mail: erh9@hi.is eða Guðrúnu Snæbjörgu í síma: 866 4269 e-mail: gudrun75@simnet.is.


Þá erum við komin aftur af stað! :-D

apríl 27, 2009

Þú ert örugglega búin(n) að taka frá helgina 3.-5. júlí…er það ekki? Það höfum við gert og ætlum að slá upp glæsilegustu Dýrafjarðardögum til þessa.

Dagskráin er að raðast saman og ljóst er að úr mörgu verður að velja! Hápunktur hátíðarinnar verður kvöldvaka þar sem Ingó og Veðurguðirnir troða upp, en þeir ætla svo að trylla lýðinn á stórdansleik í Félagsheimilinu! Þeir eiga smelli eins og lögin Drífa, Vinurinn og Bahama sem sló svo eftirminnilega í gegn í fyrrasumar.

Ef þú lumar á hugmyndum, vilt standa fyrir viðburði eða lána okkur vinnukrafta þína, endilega hafðu samband Á DYRAFJARDARDAGAR@HOTMAIL.COM 🙂

Svo er bara um að gera að fylgjast vel með þessari heimasíðu og bæta okkur við sem vin á Facebook 🙂